top of page
  • Facebook
  • Twitter
  • Instagram

UM VERKEFNIÐ

Þessi vefsíða er partur af B.A. verkefni í þroskaþjálfafræði við Háskóla Íslands vorið 2022. Í gegnum árin hefur kynfræðsla, þá sérstaklega í grunn- og framhaldsskólum, verið að mestu takmörkuð við þann líffræðilega þátt sem við kemur kynlífi. Með því er, sem dæmi, átt við fræðslu um getnað, getnaðarvarnir og kynsjúkdóma. Því getur verið vöntun á þeim félagslega þætti sem við kemur kynlífi, sem dæmi má nefna samskipti, samþykki og nautn, þetta er þó ekki tæmandi listi. Einnig er mikilvægt að inngilda jaðarsetta hópa í kynfræðslu og setja þá hópa inn í umræðuna um kynlíf. Markmið okkar er því að gefa út fræðslu efni sem er aðgengilegt og inngildandi.

275162349_543127193721904_8135368058803927493_n.jpg
275302630_383152429933433_1551170012142844162_n.jpg

Höfundar verkefnisins

Þetta verkefni er unnið af Rósu Halldórsdóttur (hann/hún) og Þóru Birgit Bernódusdóttur (hún). Þau hafa brennandi áhuga á kynheilbrigði og kynlífi og vildu með þessu verkefni skoða þann félagslega þátt sem við kemur kynlífi. Þau eru sammála um það að félagslegi þátturinn sé jafn, ef ekki meira, mikilvægur og sá líffræðilegi.

RĆ³sa.jpg

Rósa Halldórsdóttir (hann/hún)

Ć¾Ć³ra.jpg

Þóra Birgit Bernódusdóttir (hún)

© 2022 by Jákvætt kynlíf

bottom of page