top of page
  • Facebook
  • Twitter
  • Instagram

FÉLAGSHÆFNISÖGUR

Kynlíf – Ég

 

Ég heiti ____ og mér finnst gaman að stunda kynlíf

Stundum langar mig ekki að stunda kynlíf

Þegar mig langar ekki að stunda kynlíf þá ætla ég að láta maka/kynlífsfélaga/bólfélaga minn vita

Ef ég er beðin/n/ð um að stunda kynlíf þá má ég segja nei

Þegar ég segi nei þá á að bera virðingu fyrir því

Mér líður vel þegar ég segi öðrum hvað ég vil í kynlífi

Mér líður vel þegar ég segi öðrum hvað ég vil ekki í kynlífi

Þess vegna segi ég nei þegar mig langar ekki að stunda kynlíf

Þegar ég segi hvað ég vil eða vil ekki í kynlífi þá líður öllum betur

Kynlífstæki

 

Ég heiti _____ og mér finnst gaman að stunda sjálfsfróun

Stundum nota ég kynlífstæki þegar ég stunda sjálfsfróun

Ég þríf kynlífstækin mín áður en ég nota þau

Kynlífstækin mín þurfa að vera hrein og fín áður en ég nota þau

Þegar kynlífstækin mín eru hrein þá líður mér betur í kynfærunum mínum

Þess vegna þríf ég kynlífstækin mín áður en ég nota þau

Kynlíf - aðrir

Ég heiti _____ og mér finnst gaman að stunda kynlíf

Ég bið alltaf um leyfi áður en við byrjum að stunda kynlíf

Ég passa upp á velferð annarra í kynlífi

Þess vegna bið ég um leyfi áður en við byrjum að stunda kynlíf

Þegar öðrum líður vel í kynlífi þá líður mér líka vel

Sjálfsfróun

Ég heiti _____ og mér finnst gaman að stunda sjálfsfróun

Þegar mig langar að stunda sjálfsfróun þá geri ég það í einrúmi

Þegar ég stunda sjálfsfróun þá virði ég mörk annarra

Þess vegna stunda ég sjálfsfróun í einrúmi

Ef ég vil stunda sjálfsfróun með aðra í herberginu þá þarf ég samþykki

© 2022 by Jákvætt kynlíf

bottom of page