top of page

SAMSKIPTI

Samskipti eru undirstaða þess að búa í samfélagi, án samskipta höfum við enga leið til að miðla því hvernig okkur líður, hvað við viljum gera og hvað við viljum ekki gera. Því er ekki furða að samskipti séu einnig mikilvæg í kynlífi. Kynlíf á að vera gott og skemmtilegt fyrir alla þá sem taka þátt í því. Með því að nota samskipti í kynlífi er auðveldlega hægt að segja hvað okkur finnst gott og hvað ekki, segja frá einhverju sem við viljum prófa og leiðbeina þeim sem við stundum kynlíf með. Þegar við stundum kynlíf þá þurfum við samþykki, því án samþykkis er ekki um kynlíf að ræða heldur ofbeldi og til þess að fá samþykki þá þurfum við fyrst að eiga í samskiptum.

275302630_383152429933433_1551170012142844162_n.jpg
275162349_543127193721904_8135368058803927493_n.jpg

Kynlíf með öðru fólki þarf að byggja á sameiginlegu trausti, enda getur kynlíf verið mikil berskjöldun. Í kynlífi með annari manneskju er mikilvægt að eiga samskipti til að geta komið því á framfæri hvað þú vilt og til að komast að því hvað hin manneskjan vill eða vill ekki. Það er alltaf í lagi að tala um hvað þú vilt eða vilt ekki, hvort sem það er með maka, kynlífsfélaga, í skyndikynnum o.fl. Við eigum öll okkar eigin líkama og ráðum því sjálf hvernig er komið fram við hann. Þar sem við erum öll ólík þá er ekki hægt að gera ráð fyrir því að allt fólk fíli það sama í kynlífi. Eina leiðin til að miðla því hvað við viljum og til að vita hvað aðrir vilja er í gegnum opin samskipti.

bottom of page