top of page

NAUTN

Með öðrum

Markmiðið með kynlífi, fyrir utan líffræðilega þáttinn sem eru börn, er alltaf að njóta sín og hafa gaman. Við eigum aldrei að stunda kynlíf sem við viljum ekki stunda og ef við trúum því að við munum ekki njóta okkar á meðan. Það er mikil nautn sem getur fylgt því að stunda kynlíf en þó er gott að ruglast ekki á nautn og fullnægingu, þó vissulega geti það haldist í hendur. Þegar við stundum kynlíf með öðrum þarf markmiðið ekkert endilega að vera fullnæging okkar eða annara.  Að sjálfsögðu er það gaman ef allir aðilar fá fullnægingu en það þýðir alls ekki að kynlíf geti ekki verið skemmtilegt og unaðslegt þó svo fullnæging eigi sér ekki stað. Það getur oft verið stressandi og kvíðavaldandi að stunda kynlíf með einhverjum í fyrsta skipti og það getur haft áhrif á getu okkar til þess að fá fullnægingu.

275161030_2748895518740381_6641973461623512043_n.jpg
275302630_383152429933433_1551170012142844162_n.jpg

Oft eru bein tengsl á milli kvíða og getu fólks með píku til að blotna eða fyrir fólk með typpi til að fá standpínu, þetta getur líka verið hamlandi við að fá fullnægingu. Þetta getur gerst fyrir alla og er þokkalega algengt, því er best að láta þau sem þú ætlar að stunda kynlíf með hvernig þér líður. Ef þú átt svo í erfiðleikum með að blotna þá er gott að muna að sleipiefni eru til og getur ýtt undir unað þeirra sem stunda kynlíf. Ef þú átt í erfiðleikum með að fá fullnægingu eða stunda kynlíf þá getur verið gaman að stunda lengri forleik og draga út eða hægja á kynlífinu til að ýta undir örvun.

Með sjálfum sér

Þegar við byrjum að stunda kynlíf með öðrum þá getur reynst erfitt að vita hvað það er nákvæmlega sem við viljum, því er mikilvægt að vera búin að komast að sínum eigin löngunum og hvað það er sem veitir okkur kynferðislegan unað. Oft getur þó verið ákveðin skömm við það að kanna og uppgötva líkama sinn þar sem umræðan um sjálfsfróun er afskaplega lítil, en eina leiðin til að vita hvað það er sem við fílum er að prófa okkur áfram. Sumum finnst gott að fróa sér í sturtu eða baði, aðrir vilja fróa sér í herbergi sínu. Hægt er að fróa sér yfir góðri bók, bíómynd, klámi eða útvarpsleikriti, þessi listi ekki tæmandi. Við getum fróað okkur með höndunum okkar, kynlífstækjum og svo finnst sumum gott að nudda kynfæri sín upp við hluti eins og kodda eða dýnuna í rúminu sínu. Það er engin ein rétt leið til að fróa sér þar sem við erum öll mismunandi og þarfir okkar og langanir eru ekki alltaf eins. 

275108033_714443749725471_6437147403318635061_n.jpg
bottom of page