top of page

LGBTQ+ OG KYNLÍF

Við fáum flest okkar í gegnum tíðina fræðslu um smokkinn og hvernig hann virkar, að hann geti komið í veg fyrir óvelkomna þungun og kynsjúkdóma. Þó fáum við ekki alltaf upplýsingar um hvernig hægt er að nota smokkinn öðruvísi en bara í „typpi í píku“ samfarir. Hann getur nýst okkur á fleiri vegu til að koma í veg fyrir kynsjúkdóma, ásamt öðrum getnaðarvörnum sem virka svipað og smokkurinn gerir. Þessar mismunandi leiðir til þess að nota smokkinn eða aðrar varnir geta hentað vel í öllu kynlífi, hvort sem það sé gagnkynhneigt, samkynhneigt eða annað.  

275012638_533650394755896_651980402557785985_n.jpg
275161030_2748895518740381_6641973461623512043_n.jpg


Smokkurinn getur vissulega verið notaður á typpi áður en því er stungið inn í píku en hann getur einnig reynst nytsamlegur fyrir endaþarmsmök eða munnmök. Þar sem kynsjúkdómar flakka með snertingu við slímhúð þá er alltaf hægt að fá kynsjúkdóm með munnmökum og endaþarmsmökum. Því getur verið skaðlegt að fá ekki fræðlsu um þessar fjölbreyttu leiðir til þess að nota smokkinn eða aðrar varnir, sérstaklega fyrir hinsegin fólk þar sem kynfræðsla er sjaldnast sniðin að þeirra þörfum.

Smokkurinn getur verið settur á typpi áður en tott (munnmök á typpi) á sér stað en einnig er hægt að teygja úr honum og nota við píku sleik (munnmök á píku) eða við að rimma (munnmök við endaþarm). Einnig getur reynst gott að setja smokk á fingur sína áður en þeir eru notaðir við sjálfsfróun eða fróun með öðrum. Það getur komið í veg fyrir sýkingar á kynfærum, endaþarmi eða munni okkar, þar sem sýklar geta leynst á fingrum okkar. Jafnvel er æskilegt að nota smokk þegar við notum kynlífstæki, þá sérstaklega kynlífs tæki sem stungið er inn í einhver líkamsop. Það eru til fleiri varnir sem hægt er að nota í stað smokks sem er mikilvægt að kynna, sem dæmi töfrateppi (e. Dental dam), fyrir píku sleik eða við að rimma, og finger cot sem hægt er að nota þegar fingur eru notaðir í kynlífi. 

275162349_543127193721904_8135368058803927493_n.jpg
275108033_714443749725471_6437147403318635061_n.jpg

Mikilvægt er að virða kynvitund hvers og eins sem þú stundar kynlíf með því hún getur haft áhrif á það hvernig hver og einn vill nálgast kynlíf og stunda það. Kynfæri eru ekki merki um kynvitund hvers og eins en þó geta þau haft áhrif á það hvernig manneskja vill njóta sín í kynlífi. Transkona sem planar að fara í kynleiðréttingaaðgerð vill kannski ekki að núverandi kynfæri séu aðal fókusinn í kynlífinu og vill því mögulega ekki einu sinni að kynfæri sín séu á neinn hátt partur af kynlífinu. Aftur á móti gæti önnur transkona ákveðið að hún þurfi ekki kynleiðréttingu og gæti því verið að upplifun hennar á kynfæri sín í sambandi við kynlíf sé allt önnur en fyrri transkonan.

Svo má líka nefna fólk sem skilgreinir sig sem non-binary eða kynsegin, kynvitund þeirra er einnig einstaklings bundin og getur það haft áhrif á hvernig þau vilja nálgast kynlíf. Sumir sem eru kynsegin taka sem dæmi ákvörðun um að fara í einhvers konar leiðréttingar aðgerðir/ferli. T.d. brjóstnám, legnám, hormónagjöf eða kynfæra leiðréttingu. Mikilvægast er að muna að kynfæri okkar eru ekki bundin kynvitund en þau geta haft áhrif á hana.

274610346_331058202372805_957711841875020894_n.jpg
275095037_2570629916402758_4161885245145098106_n.jpg

Það er engin ein leið til þess að vera eikynhneigður þar sem eikynhneigð er róf og getur því verið erfitt að skilgreina hana sem eitthvað eitt frekar en annað. Því er mikilvægt að ákveða ekki fyrirfram eða ákveða fyrir aðra hvað það þýðir fyrir hann/hana/hán að vera eikynhneigður. Best er því að taka spjallið og spyrja hvað það þýðir og hver mörkin þeirra eru. Eins og hver annar einstaklingur þá geta mörk hvers og eins farið eftir dögum, einnig geta mörk breyst eftir því hver aðilinn er sem þú planar á að stunda kynlíf með. Ofan á það er upplifun okkar á kynfærum sem og kynhneigð okkar einstaklingsbundin og er því ávallt mikilvægt að eiga í góðum, opnum samskiptum fyrir, á meðan og eftir að kynlíf á sér stað.

Ef þú ert í hormónagjöf, planar á að fara í hormónagjöf eða að taka hormónastoppara þá er gott fyrir þig að vita að ef þú ætlar að stunda kynlíf þá getur þú ennþá orðið ólétt/ur eða gert annan ólétt/an/n. Því er mikilvægt að huga að getnaðarvörnum ef þú ætlar að stunda beinar  „typpi í píku“ samfarir. 

bottom of page