top of page

FÖTLUN OG KYNLÍF

Sú hugmynd hefur lengi verið ríkjandi í samfélaginu að fatlað fólk, og þá sérstaklega fólk með þroskahömlun, séu eilíf börn og eikynhneigð og hafi þarf af leiðandi ekki getu eða vilja til að vera í rómantískum og/eða kynferðislegum samböndum. Fötluðu fólki hefur oft, í gegnum tíðina, ekki staðið til boða að fá viðeigandi kynfræðlsu og hefur jafnvel verið tekið út úr skólastofunni þegar á að kenna kynfræðslu

275173094_334436988740580_6429709504067300864_n.jpg
275302630_383152429933433_1551170012142844162_n.jpg

Það hefur sýnt sig að kynfræðsla er áhrifarík leið til að koma í veg fyrir kynsjúkdóma, óvelkomnar þunganir, sem og kynferðislegt áreiti og ofbeldi. Þar sem fötluðu fólki er gjarnan haldið frá kynfræðslu og umræðu um kynlíf er líklegt að það fái til að mynda, ekki nægilega fræðslu um getnaðarvarnir og áhrif þeirra, kynsjúkdóma og hvernig er hægt að koma í veg fyrir þá, eða afleiðingar ofbeldis og áreitis. Ásamt því er nokkuð mikil einsleitni í kynfræðslu þegar kemur að líkömum og skynjun. Í hefðbundinni kynfræðslu er oftast einungis fjallað um sís-kynja, gagnkynhneigt og ófatlað fólk í tengslum við kynlíf. Það getur gert það að verkum að fatlað fólk, líkt og annað fólk sem ekki er sís-kynja, gagnkynhneigt og ófatlað, sér ekki sjálft sig í kynfræðslunni. Ef fjölbreyttir líkamar eru ekki kynntir til sögunnar í kynfræðslu sem mögulegir makar eða bólfélagar, þá takmarkar það hvers konar líkamar eða kynlíf sé æskilegt eða eftirsóknarvert.

Fatlað fólk, líkt og ófatlað fólk, stundar kynlíf. Í kynlífi fatlaðs fólks geta samkipti verið enn mikilvægari og það þarf, eins og alltaf, að huga vel að samþykki. Við erum öll ólík og höfum ólíka líkama og ólíka skynjun. Sumir eru viðkvæmari fyrir snertingu, bæði vegna þess að samfélagið hefur jaðarsett líkama þeirra og skynjun getur verið ólík því sem aðrir eru vanir. Einnig getur líkamleg geta verið ólík milli fólks og það er alltaf gott að vera meðvitaður um það. Mismunandi er hvort fólk þurfi einhvers konar stuðning í kynlífi, hvort sem það er líkamlegur eða andlegur stuðningur. Til eru ýmis kynlífstæki sem eru sérstaklega hönnuð til að mismunandi líkamar geti notið sín. Þegar við þurfum stuðning í kynlífi eru samskipti nauðsynleg. Við getum til dæmis þurft aðstoð við að komast í ákveðna stellingu eða koma kynlífstæki fyrir. Þegar traust og opin samskipti eru til staðar þá auðveldar það okkur að biðja um það sem við viljum í kynlífi.

275161030_2748895518740381_6641973461623512043_n.jpg
bottom of page