top of page

KLÁM

Þegar við opnum klámsíðu þá er kláminu oft skipt í flokka til þess að auðvelda notendum að finna þá tegund kláms sem kveikir í þeim. Við erum eins mörg og við erum ólík í heiminum og þar með eru blæti nær óteljandi. Til að mynda eru til blæti eins og fætur, þvag, endaþarmsmök og munnmök. Svo eru líka til sérhæfðari blæti eins og að horfa á fólk setjast á kökur. Það er mjög eðlilegt að njóta ákveðins blætis þegar við notum klám eða annað kynferðislega örvandi efni og það á ekki að vera nein skömm við það að fíla eitthvað sem er talið óhefðbundið. Þó verðum við að gera greinarmun á því hvenær við erum með eitthvað blæti og löðumst að einhverju og hvenær við erum að blætisdýrka (e. Fetishizing) eitthvað, þá sérstaklega þegar við blætisdýrkum jaðarsetta hópa.

275108033_714443749725471_6437147403318635061_n.jpg
274610346_331058202372805_957711841875020894_n.jpg

Þeir hópar geta t.d. verið fatlað fólk, asískt fólk, svart fólk eða fólk sem skilgreinir sig sem LGBTQ+. Þessir hópar eru nú þegar í viðkvæmri stöðu í samfélaginu vegna ýmissa fordóma og því hjálpar ekki til að kyngera þá á neikvæðan hátt. Í klámi eru t.d. svartar konur oft sýndar stunda kynlíf með hvítum karlmanni, látnar vera undirgefnar og lýsingin á kláminu er oft ebony kynlíf. Þetta getur haft mikil áhrif á hvernig samfélög horfa á svartar konur og hvernig þær eru kyngerðar. Það er þó ekki endilega þannig að horfa á klám þar sem svört kona og hvítur maður stunda kynlíf sé alltaf slæmt, né er það slæmt að laðast að svörtum konum. Það sem er slæmt er þegar þetta er orðin staðallinn fyrir klám með svörtum konum. Það besta sem við getum gert er að gera okkur allavega grein fyrir því hvenær verið er að blætisdýrka hópa svo við innbyrgðum ekki þá kúgun sem á sér stað í slíku klámefni. 

Það er mikilvægt að gera greinamun á kynferðislegum fantasíum fólks og því að framkvæma þær í raunveruleikanum. Við getum látið okkur dreyma um að leika einhverjar fantasíur í raunveruleikanum en við verðum þá að muna að við erum samt að leika. Það að þú viljir einhverja fantasíu á ákveðnum tímapunkti með ákveðnum aðila/um er þó ekki samasem merki um að þú viljir leika þá fantasíu hvenær sem er með hverjum sem er. Svo gæti líka vel verið að þú viljir halda fantasíuni fyrir þig sjálfa/an/t og viljir aldrei framkvæma hana. Einnig er mikilvægt að vita að ef við fáum samþykki til að framkvæma einhverja fantasíu í kynlífi þá gefur það okkur ekki leyfi til þess að leika hana utan þess. Sem dæmi, ef einstaklingur hefur dálæti á því að flengja í kynlífi og fær samþykki fyrir því þá er sá hinn sami einstaklingur ekki endilega með samþykki til þess að framkvæma það fyrir utan kynlífið.

275012638_533650394755896_651980402557785985_n.jpg
275161030_2748895518740381_6641973461623512043_n.jpg

Með þróun femínismans höfum við verið að heyra oftar í umræðum að við eigum að nýta okkur meira af siðferðilega réttu klámi (e. Ethical porn). En hvað nákvæmlega er siðferðilega rétt klám og hvernig veit ég hvort ég sé að horfa á það eða ekki? Oft er talað um að siðferðilega rétt klám feli í sér hvernig vettvangurinn þar sem þú sækir þér klám passi upp á velferð þeirra sem koma að kláminu. Góð leið til að komast að afstöðu síðunnar sem þú nýtir þér fyrir klám er að athuga hvort einhverstaðar á síðunni sé tekið fram hvernig staða leikara er vernduð. Einnig gæti verið góð hugmynd að skoða möguleikana á að nýta sér óhefðbundnara klám, til dæmis bækur, teiknimyndasögur, útvarpsleikrit eða hlaðvörp. Með því að nýta sér þessar óhefbundnari leiðir er mun auðveldara að staðfesta að um sé að ræða siðferðilega rétt klám þar sem ekki er um að ræða leikara sem stunda kynlíf fyrir framan myndavél. Þannig er auðveldara að gæta þess að enginn sé þvingaður í eitt né neitt. 

bottom of page